12 sporin

Prentvæn útgáfa

1. Við viðurkenndum vanmátt okkar...

1. Við viðurkenndum vanmátt okkar gagnvart fíkn og þráhyggju og að við gátum ekki lengur stjórnað eigin lífi.

Ég veit, að ekki býr neitt gott í mér, það er, í holdi mínu. Að vilja veitist mér auðvelt, en ekki að framkvæma hið góða.
(Rómverjabréfið 7:18)

2. Við fórum að trúa...

2. Við fórum að trúa að máttur okkur æðri gæti gert okkur andlega heilbrigð að nýju.

Því að það er Guð, sem verkar í yður bæði að vilja og framkvæma sér til velþóknunar. (Filippíbréfið 2:13)

3. Við tókum þá ákvörðun...

3. Við tókum þá ákvörðun að fela líf okkar og vilja í umsjá Guðs.

Því brýni ég yður, bræður, að þér, vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram sjálfa yður að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn. Það er sönn og rétt guðsdýrkun af yðar hendi. (Rómverjabréfið 12:1)

4. Við gerðum rækilega...

4. Við gerðum rækilega og óttalaust siðferðileg reikningsskil í lífi okkar.

Rannsökum breytni vora og prófum og snúum oss til Drottins.
(Harmljóðin 3:40)

5. Við játuðum misgjörðir okkar...

5. Við játuðum misgjörðir okkar fyrir Guði, sjálfum okkur og annarri manneskju og nákvæmlega hvað í þeim fólst.

Játið því hver fyrir öðrum syndir yðar og biðjið hver fyrir öðrum, til þess að þér verðið heilbrigðir. (Jakobsbréfið 5:16)

6. Við vorum þess albúin...

6. Við vorum þess albúin að láta Guð fjarlægja alla skapgerðarbrestina.

Auðmýkið yður fyrir Drottni og hann mun upphefja yður.
(Jakobsbréfið 4:10)

7. Við báðum Guð í auðmýkt...

7. Við báðum Guð í auðmýkt að losa okkur við brestina.

Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.
(1. Jóhannesarbréf 1:9)

8. Við skráðum misgjörðir okkar...

8. Við skráðum misgjörðir okkar gagnvart náunganum og urðum fús til að bæta fyrir þær.

Og svo sem þér viljið, að aðrir menn gjöri við yður, svo skuluð þér og þeim gjöra. (Lúkasarguðspjall 6:31)

9. Við bættum fyrir brot okkar...

9. Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust svo framarlega sem það særði engan.

Sértu því að færa fórn þína á altarið og minnist þess þar, að bróðir þinn hefur eitthvað á móti þér, þá skaltu skilja gjöf þína eftir fyrir framan altarið, fara fyrst og sættast við bróður þinn, koma síðan og færa fórn þína. (Matteusarguðspjall 5:23-24)

10. Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn...

10. Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar út af bar viðurkenndum við yfirsjónir okkar umsvifalaust.

Sá, er hyggst standa, gæti því vel að sér, að hann falli ekki.
(Fyrra Korintubréf 10:12)

11. Við leituðumst við með bæn...

11. Við leituðumst við með bæn og hugleiðslu að styrkja vitundarsamband okkar við Guð og báðum um það eitt að vita vilja hans og hafa mátt til að framkvæma hann.

Látið orð Krists búa ríkulega hjá yður með allri speki.
(Kólossubréfið 3:16)

12. Við urðum fyrir andlegri vakningu...

12. Við urðum fyrir andlegri vakningu er við stigum þessi spor og reyndum því að flytja öðrum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum í lífi okkar og starfi.

Bræður! Ef einhver misgjörð kann að henda mann, þá leiðréttið þér, sem andlegir eruð, þann mann með hógværð. Og haf gát á sjálfum þér, að þú freistist ekki líka. (Galatabréfið 6:1)

CR er

12. spora samtök sem skilgreina Jesú Krist sem Æðri mátt.