Upphafið

Prentvæn útgáfa

John-Baker.100130242 stdJohn Baker er stofnandi Celebrate Recovery (fögnum bata). Starfið varð til í Saddleback kirkjunni í Bandaríkjunum. Celebrate Recovery bataferlið er nú notað í yfir þúsund kirkjum um öll Bandaríkin og í mörgum kirkjum út um heim allan. Árið 1993 skrifuðu John og Rick Warren forstöðu¬maður kirkjunnar, Celebrate Recovery efnið sem hefur verið þýtt og gefið út mörgum tungumálum.

John byrjaði að starfa í Saddleback kirkjunni árið 1991. Árið 2001 bað Rick Warren hann um að sjá um Celebrate Recovery starfið, sem varð í kjölfarið ástríða hans og köllun.

John er þekktur fyrirlesari og kennari í Bandaríkjunum þar sem hann aðstoðar kirkjur sem vilja hefja Celebrate Recovery starf. Þúsundir kirkna nýta sér Celebrate Recovery starfið og áhrif þess nær ekki aðeins til þeirra sem eru í söfnuðinum heldur einnig til þeirra í samfélaginu sem stríða við sársauka, erfiðleika eða ávana. Celebrate Recovery bataferlið er biblíuleg og heilbrigð leið sem getur hjálpað til við að sigrast á sársauka, ávana, og erfiðleikum.

Celebrate Recovery byrjaði á Íslandi 26. Janúar árið 2009 í Hvítasunnukirkjunni á Selfossi. Fjöldi fólks hefur tekið þátt í Celebrate Recovery fundum og 12. spora hópum og fengið að upplifa það hvernig Guð hefur breytt lífi þeirra og hjálpað þeim að vaxa í trúnni á Jesú Krist.

CR er

12. spora samtök sem skilgreina Jesú Krist sem Æðri mátt.

Listar

Ertu að fylla út listana? Þú finnur uppfærða lista undir vinnublöð hér á síðunni.